Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

En sniðugt

Jæja ég er nýr hérna á moggablogginu og ætla bara að prófa þetta. Annars á ég annað blogg sem ég mun öruglega nota meira. Slóðin á því er: http://bleksvart.blogspot.com/

Hér er svona mitt fyrsta blogg sem ég gerði upprunalega á hinni bloggsíðunni minni:

c_documents_and_settings_soleyt4859_desktop_xd_geir0sal_jpg

Já ég ætla svo sannarlega að treysta þessum flokk!


Þetta sem ég var að segja núna var pjúra kaldhæðni og lýgi
Þessi flokkur er algjörlega að skíta á sig. Þeir ljúga og leika sér að þjóðinni og græða og græða. En svo þegar þeir geta það ekki lengur og eru háskuldugir þá vilja þeir að allir vorkenni sér útaf þeir eiga engan pening til að borga skuldirnar sínar. Svo þegar einhver sér hversu asnalegir þeir eru og ákveða því að fara að mótmæla þá senda þessir menn þræla sýna ( lögregluna ) á mótmælendur. Ég veit að ég er bara 15 ára og ætti ekkert að vera að spá í svona hlutum en ekki ætla ég að borga skuldir auðmanna í framtíðinni. Hvað varð um að fólk megi tjá sig og allir skuli ákveða hluti í sameiningu? Jaa, það dó fyrir mörgum öldum þegar norðmenn tóku yfir Ísland. Áður en norðmenn tóku yfir Ísland var þingi skipað og hlutir ræddir og ákveðnir í sameiningu. Eftir það var bara einn maður sem samþykkti hlutina. Fyrst konungar noregs, síðan konungar dana og svo loks fengum við sjálfstæði. Ekki mikið sjálfstæði hinsvegar því einhver þurfti að taka völd og gera það sama sem konungar noregs og konungar dana voru búnir að gera og það er að eiga ríkið. Jæja lítum á ísland í dag. Erum við að ráða einhverju? Höfum við rétt á einhverju? Höfum við verið að samþykja hluti í sameiningu? Höfum við verið að hjálpast að með efnahagsmálin? Svarið við þessu öllu er: Nei! Og afhverju? Útaf því að ríkisstjórnin vill það ekki! Ríkisstjórnin vil redda öllu sjálf og þegar þeir eru búnir að redda þessu halda þeir að við munum taka þeim sem hetjum og byrja að treysta þeim aftur. En geta þeir gert einhvað í þessu og verið að ljúga að okkur í sjónvarpi á sama tíma? Nei og þess vegna verðum við að gera einhvað! En ríkisstjórnin vil það ekki og þess vegna sendir hún þræla sýna á okkur þegar við mótmælum. Afhverju? útaf því að ríkisstjórnin vil að við lítum á sig sem einhversskonar frelsara og guð. Afhverju láta þeir þannig? Því vald skapar græðgi, illsku og lætur þá sem taka við valdi líta stórt á sjálfan sig, svona eins og hann sé merkilegastur. Hvað er hægt að gera í stöðunni? Mótmæla og hætta að hlusta á þá sem hafa völd því ef við hlustum ekki á þá, þá strax fellur þetta vald sem þeir hafa og græðgin og illskan sem fylgir valdinu fer líka. Það er bara staðreynd.

Endilega komið með skoðanir á þetta.

Takk og bless.
Ægir Máni Bjarnason

Um bloggið

Ægir Máni Bjarnason

Höfundur

Ægir Máni Bjarnason
Ægir Máni Bjarnason
Ég heiti Ægir Máni Bjarnason og er 15 ára gutti frá Eyrarbakka. Er bara að prófa þetta moggablogg en er annars með aðra bloggsíðu sem ég mun örugglega vera meira á. Slóðinn á henni er: http://bleksvart.blogspot.com/
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband